Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtæki
emails.is er rekið af 900 Solutions ehf, kennitala 460409-1790


Samþykki


Skilmálar þessir teljast samþykkir með notkun viðskiptavinar á hugbúnaði/þjónustu 900 Solutions
og/eða greitt fyrir áskrift.


Gildistími
Áskriftin tekur gildi við greiðslu fyrsta reiknings og gildir þar til henni er sagt upp skv. skilmálum.
Áskriftin er rukkuð einu sinni á ári og endurnýjast árlega nema uppsögn berist fyrir næstu
endurnýjun.


Notkun
Þjónustan er aðgengileg á veraldarvefnum og áskrift veitir viðskiptavini aðgang og rétt til
notkunar þjónustunnar samkvæmt pöntun. Ef viðskiptavinur eykur fjölda áskrifta eða stækkar
gagnamagn að þá uppfærist áskriftin sjálfkrafa og samþykkir viðskiptavinur þar með verðhækkun
áskriftar. Viðskiptavinur öðlast ekki eignarrétt yfir hugbúnaði né rétt til afritatöku eða breytinga á
hugbúnaði.


Greiðsluskilmálar
Almennur greiðslufrestur er 10 dagar frá útgáfudegi(“gjalddaga”) sé annað ekki tekið fram í
viðaukum. Eftir eindaga reiknast dráttarvextir samkvæmt vaxtalögum nr. 38/2001 frá gjalddaga
reiknings til greiðsludags ásamt vanskilakostnaði. Athugasemdir við útgefinn reikning skulu
gerðar fyrir eindaga, að öðrum kosti telst reikningur yfirfarinn og samþykktur.
Fyrir endurnýjun á þjónustu að þá er reikningur sendur út með 45-60 daga fyrirvara og er eindagi
settur degi fyrir endurnýjun á ársgjaldi.


Uppsögn
Viðskiptavinur getur sagt upp áskrift með tölvupósti á netfangið emails@emails.is. Uppsögn tekur
gildi um leið en eingöngu ef þjónustu er sagt upp fyrir eindaga endurnýjun á þjónustu. 900
Solutions getur sagt upp áskrift með 1 mánaða fyrirvara eða fyrirvaralaust vegna vanefnda eða
gjaldþrots viðskiptavinar.


Gögn
Gögn viðskiptavinar í skýjaþjónustu 900 Solutions eru fengin frá viðskiptavini og eru eign hans.
900 SOlutions áskilur sér rétt til að eyða gögnum 30 dögum eftir að áskrift lýkur.
Rekstraröryggi
900 Solutions tryggir rekstraröryggi eftir fremsta megni en ábyrgist ekki truflanir eða raskanir á
þjónustu sem orsakast af atburðum sem ekki eru á forræði 900 Solutions ehf


Breytingar
900 Solutions áskilur sér einhliða rétt til breytinga og uppfærslu á þjónustu.


Ábyrgð
900 Solutions undanskilur sig allri ábyrgð á notkun viðskiptavinar á þjónustunni, beins, óbeins
eða afleidds taps.


Trúnaður
Starfsmenn 900 Solutions eru bundnir þagnarskyldu gagnvart viðskiptavini. Tekur þetta til allra
upplýsinga sem starfsmenn kunna að verða áskynja í starfi. 900 Solutions skipuleggur alla
þjónustu þannig að sem minnst hætta sé á misnotkun. Starfsmenn 900 Solutions hafa ekki
aðgang að gögnum viðskiptavina sinna og geta ekki innskráð sig t.d. Inn á vefpóst sinna
viðskiptavina.


Ágreiningur
Komi upp ágreiningur munu aðilar leitast við að leysa hann sín á milli að öðrum kosti fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur.
Skilmálar
Skilmálar þessir gilda frá 8.mars 2022. 900 Solutions getur breytt skilmálum einhliða og án
fyrirvara. Gildandi skilmála má hverju sinni finna á heimasíðu emails.is. Með að nota þjónustuna
eftir breytingu á skilmálum samþykkir viðskiptavinur skilmálana. Viðskiptavini ber að kynna sér
breytingar á skilmálum.