Friðhelgisstefna

Friðhelgisstefna


900 Solutions (emails.is) hefur búið til þessa friðhelgisstefnu til að sýna fram á okkar
skuldbindingu til að vernda friðhelgi okkar viðskiptavina


Upplýsingar sem við söfnun
Upplýsingar sem við óskum að staðaldri frá okkar viðskiptavinum eru eingöngu til þess að
stofna þá sem viðskiptavini í fjárhagskerfi okkar og til að senda þá út reikninga fyrir þjónustu.
Meðal upplýsinga sem við gætum óskað eftir eru:
● Nafn
● Kennitala
● Netfang
● Símanúmer


Vafrakökur (Cookies)
Eftirfarandi á við notkun á vafrakökum á vefsíðu 900 Solutions ehf (emails.is)


Vafrakökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á vafra notenda. emails.is notar vafrakökur
á vefsíðu sinni til að auðkenna notendur. Notkun á vafrakökum gerir okkur því kleift að veita
notendum betri upplifun og stuðla að frekari þróun vefsíðunnar.


Vafrakökur hafa ólíkan tilgang en sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Þær
kökur eru ekki háðar samþykki notenda heldur byggir notkun þeirra á lögmætum
hagsmunum 900 Solutions, sem felast í því að geta veitt góða upplifun á vefsíðu sinni og til
að stuðla að frekari þróun hennar. Aðrar vafrakökur eru notaðar t.d. vegna greininga á
vefsvæðum, fyrir stillingar á vefsvæðum og markaðssetningu. Notendur þurfa að veita
samþykki fyrir notkun á þeim vafrakökum.


Vafrakökur hafa einnig ólíkan gildistíma. Ákveðnar vafrakökur virka einungis á meðan vafri er
opinn og er eytt þegar honum er lokað (e. session cookies) en aðrar vafrakökur hafa lengri
gildistíma. Notendur geta lokað á vafrakökur með því að breyta stillingum á vafra. Með þeim
hætti geta notendur dregið til baka samþykki sitt fyrir notkun á vafrakökum. Athuga skal að ef
lokað er á allar kökur, þ.m.t. nauðsynlegar kökur, mun það hafa áhrif á virkni vefsíðunnar.


Við notum vafrakökur í þrennum tilgangi:

1. Nauðsynlegar vafrakökur. Án þeirra virkar síðan ekki. Engar persónugreinanlegar
upplýsingar eru notaðar hér.


2. Mælingar vafrakökur. Við notum Google analytics til að fylgjast með noktun og umferð á
síðunni. Við skoðum upplýsingar um heimsóknir á síður, hvar gestur er staðsettur í heiminum
og í hvaða tæki viðkomandi er.

3. Markaðssetningar vafrakökur. Við notum Facebook Pixel í auglýsingaskyni.Miðlun Upplýsinga

900 solutions ehf veitir engar persónulegar upplýsingar til þriðja aðila. Innihald vefpósts
viðskiptavina okkar eru þeirra eign og eru þeir með engu móti vaktaðir/skannaðir til að safna
upplýsinga um notandann.


Við tökum öryggi viðskiptavina okkar alvarlega og hafa starfsmenn t.d. ekki innri aðgang að
vefpósti né lykilorði viðskiptavina okkar.